Lausnir Libra fyrir fjármálafyrirtæki á sviði lána- og verðbréfaumsýslu auka til muna það úrval sem Five Degrees getur nú boðið viðskiptavinum sínum og styrkir framtíðarhorfur fyrirtækisins. Þegar þjónustuframboð Libra bætast við hugbúnaðarlausnir Five Degrees fyrir fjármálafyrirtæki, getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum upp á byltingarkennda og alhliða stafræna lausn sem keppir við þá stóru á sviði hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Staða Five Degrees er mjóg góð á alþjóðamarkaði og munu þessi kaup styrkja hana enn frekar.
Kaupin auðvelda Five Degrees að benda viðskiptavinum sínum á betri leiðir til að færa sig úr eldri og dýrari bakvinnslukerfum. Ennfremur geta fjármálafyrirtæki skipt út tilteknum aðgerðum fyrir liprari og nútímalegri kerfi sem auka möguleikana á betri bankaþjónustu. Þá geta þeir gengið skrefinu lengra og útvistað bankakerfunum og fullkomlega samhæft þjónustuumhverfi sitt. Með því að samnýta styrkleika Five Degrees og vöruframboð Libra, geta bankar notið góðs af aukinni skilvirkni og lægri kostnaði.
Hjá Libra starfa á fimmta tug vel menntaðs fagfólks sem er sérhæft á sama tæknisviði og starfsfólk Five Degrees og því getur það auðveldlega deilt þekkingu, samleiðaráhrifin eru mikil. Starfsfólk Libra er jafnframt spennt fyrir að kynna kerfin sín á alþjóðlegum vettvangi. Kaupin styðja við skuldbindingu Five Degrees gagnvart nýsköpun, sem fer fram hér á landi, og flýtir fyrir áætlun þeirra um vöxt fyrirtækisins á sviði stafrænnar bankastarfsemi.
Gera bönkum kleift að taka upp nútímalegri staðla
Á næstu árum mun krafan um að bankar skipti yfir í stafrænan rekstur aukast verulega. Þau munu þurfa að fjárfesta í nýjum kjarnakerfum sem opnar á tengingar við nýjustu lausnir á markaðstorgi fjártækninnar. Five Degrees styður við banka á meðan þessi umskipti eiga sér stað, og undirbýr þá fyrir að taka upp nútímalega staðla sem bæði viðskiptavinir og eftirlitsstofnanir krefjast í dag.
„Við erum mjög ánægð með kaupin á Libra, sem er gríðarsterkt fyrirtæki á íslenskum fjármálamarkaði. Við höfum alþjóðlegan metnað og ætlum okkur að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu,“ segir Martijn Hohman, forstjóri Five Degrees. „Við höfum þróað skýra stefnu til að ná árangri á þessu sviði. Sameiginleg sérþekking, reynsla og árangur Five Degrees og Libra veitir okkur einstaka sérstöðu til að gera viðskiptavinum okkar kleift að skipta yfir í nýtt stafrænt umhverfi, og að njóta aukins sveigjanleika og draga úr kostnaði. Þessi kaup eru fullkomið tækifæri fyrir okkur að hraða framgangi og veita viðskiptavinum okkar aukið virði, starfsfólkið er einnig mjög spennt því það vill læra mikið af hvort öðru.“ Við sjáum mikla möguleika við að sameina krafta þessa tveggja fyrirtækja, og mun hin mikla reynsla starfsfólksins færa okkur nær okkar markmiðum segir Björn Hólmþórsson tæknistjóri Five Degrees.
„Undanfarin misseri hefur Libra leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað til framtíðar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri Libra. „Að verða hluti af Five Degrees veitir okkur möguleika á að styðja við viðskiptavinini okkar með nýrri tækni, vörum og þjónustu. Að auki munum við nýta þekkingu og reynslu okkar á stærri markaði. Framtíðaráætlanir okkar passa vel við sýn Five Degrees og framtíðaráætlanir þeirra. Það eru spennandi tímar framundan!”
Um Five Degrees
Five Degrees er fjártæknifyrirtæki sem stofnað var árið 2010 og er með höfuðstöðvar í Hollandi. Five Degrees styður við nútímavæðingu fjármálafyrirtækja með framsæknum, stafrænum lausnum. Five Degrees hefur verið valið af FinTech50 í þrjú ár samfleytt, og hefur unnið hollensku Fjármálatækniverðlaunin í flokki upplýsingatækni fyrir banka.
Um Libra
Libra er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Kerfi Libra hafa verið í stöðugri þróun frá 1996 í nánu samstarfi við fjármálamarkaðinn. Þar starfa 42 manns á skrifstofum í Kópavogi og á Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir
Five Degrees
Björn Hólmþórsson, Chief Technology Officer hjá Five Degrees
+354 897 9989